Innlent

Segir margt hafa verið óviðeigandi í frægri ræðu Davíðs

Geir H. Haarde
Geir H. Haarde

Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun. Þar sagði Geir meðal annars að margt hefði verið óviðeigandi í frægri ræðu Davíðs Odssonar á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs á dögunum. Meðal annars hefði honum þótt óviðeigandi þegar Davíð sagðist vita hvers vegna Bretar beittu hryðjuverkalögunum.

Hlustendur gátu hringt inn í þáttinn og spurt forystumenn Sjálfstæðisflokksins spurninga.

Geir sagði einnig að honum þætti koma til greina að óskað yrði eftir aðildarviðræðum að Evrópusambandinu. Hann sagði þó að gæta þyrfti hagsmuna íslendinga en ef hægt yrði að koma á samningi sem tæki tillit til þjóðarhagsmuna og auðlinda landsins, væri það eitthvað sem mætti skoða.

Hægt er að hlusta á vikulokin hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×