Lífið

Breskir fjölmiðlar sitja um Garðar Cortes

Blaðamaður Sunday Times smellir af.
Blaðamaður Sunday Times smellir af.
„Það má segja að við komumst ekki áfram með upptökurnar vegna ágangs fjölmiðla!," segir Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands. Sunday Times heimsótti Garðar Cortes í hljóðver í dag, þar sem hann er að ljúka vinnslu á næstu plötu sinni. Breskir fjölmiðlar eru greinilega hrifnir af tenórnum sjarmerandi, en NOW tímaritið heimsækir Garðar á miðvikudaginn, og á fimmtudag verður birt stórt viðtal við hann í Daily Telegraph.

Síðasta plata Garðars, Cortes, hlaut mikla athygli í Bretlandi og er meðal annars tilnefnd til Bresku tónlistarverðlaunanna, sem verða afhent í Royal Albert Hall þann 8. maí næstkomandi. Platan sem hann vinnur að nú er væntanlega í verslanir í Bretlandi og á Íslandi í lok júní.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.