Lífið

Spilaði með kanadíska landsliðinu í handbolta

Jónína Benediktsdóttir hefur getið sér góðs orðs sem ráðgjafi í detoxmeðferðum í Póllandi.
Jónína Benediktsdóttir hefur getið sér góðs orðs sem ráðgjafi í detoxmeðferðum í Póllandi.

„Á námsárum mínum í Kanada lék ég með kanadíska landsliðinu í handbolta í nokkur ár. Við vorum á leiðinni á Ólympíleikana í Moskvu þegar ákveðið var að mótmæla yfirgangi Rússa gegnvart grannþjóð," skrifar Jónína Benediktsdóttir á bloggsíðu sína.

Jónína sem er menntaður íþróttafræðingur og er framkvæmdarstjóri Planet Pulse International ræðir lætin í kringum Ólympíuleikana í Kína og rifjar upp þegar fjöldi þjóða mótmælti í kringum Ólympíuleikana í Moskvu árið 1980. Hún segist enn eiga seðlaveskið, töskuna og fötin sem liðið átti að hafa meðferðis.

„Mikið var grátið og ekki laust við að enn sé gremjan skynseminni yfirsterkari,"skrifar Jónína.

Lesandi síðunnar efast um að Jónína hafi spilað með landsliði Kanada enda hafi hún þurft kanadískt vegabréf til þess að vera löglegur leikmaður liðsins. Jónína svarar því til að handbolti hafi verið ný grein í Kanada og reyndar Bandaríkjunum líka á þessum tíma. „Ég fékk undanþágu ásamt tveimur öðrum konum til þess að fara með á þessa Ólympíuleika," svarar Jónína.

Hér má sjá bloggfærslu Jónínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.