Íslenski boltinn

Boltavaktin á leikjum kvöldsins

Boltavaktin verður á sínum stað í kvöld þegar tveir spennandi leikir fara fram í toppbaráttu Landsbankadeildarinnar. Fyrri leikurinn er viðureign Keflvíkinga og Blika í Keflavík klukkan 17:15 en klukkan 21:10 taka Framarar á móti FH í Laugardalnum.

Smelltu hér til að fara á Boltavaktina og fylgjast með framvindu mála í kvöld.

Keflvíkingar eru með pálmann í höndunum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn, en liðið hefur 43 stig eftir 19 leiki og situr á toppi deildarinnar.

FH-ingar mega alls ekki við því að misstíga sig og þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn vel skipulögðu liði Framara í kvöld. FH er í öðru sæti deildarinnar með 38 stig eftir 18 leiki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×