Innlent

Sorgleg afstaða LÍÚ

Það er sorglegt að íslenskir útvegsmenn treysti sér ekki til að gangast undir trúverðuga vottun um sjálfbærni fiskveiða á Íslandsmiðum. Þetta segir talsmaður MSC-vottunarsamtakanna, en LÍÚ segir þau stunda mafíustarfsemi gagnvart fiskveiðum Íslendinga.

Landssamband íslenskra útvegsmanna sakar alþjóðleg umhverfisverndarsamtök, eins og World Wide Fund, um að beita íslenskan sjávarútveg fjárkúgun með því að setja þorskinn á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu en bjóða síðan í gegnum systursamtök, MSC, vottun gegn háu gjaldi, til að losa íslenskan þorsk af listanum. Þetta segir talsmaður MSC á Íslandi, Gísli Gíslason, fjarri lagi, en hann segir MSC vera sjálfstæð sjálfseignarsamtök sem ekki séu rekin í ágóðaskyni.

Gísli kveðst undrast að meðan umheimurinn og nágrannalönd taki upp slíka vottun skuli Íslendingar tregðast við. Hann segir að það séu ekki útgerðir sem borgi til MSC heldur smásöluaðilar erlendis sem telji sig fá í staðinn hærra verð fyrir vottaðan fisk.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.