Landssamband íslenskra útvegsmanna sakar alþjóðleg umhverfisverndarsamtök, eins og World Wide Fund, um að beita íslenskan sjávarútveg fjárkúgun með því að setja þorskinn á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu en bjóða síðan í gegnum systursamtök, MSC, vottun gegn háu gjaldi, til að losa íslenskan þorsk af listanum. Þetta segir talsmaður MSC á Íslandi, Gísli Gíslason, fjarri lagi, en hann segir MSC vera sjálfstæð sjálfseignarsamtök sem ekki séu rekin í ágóðaskyni.
Gísli kveðst undrast að meðan umheimurinn og nágrannalönd taki upp slíka vottun skuli Íslendingar tregðast við. Hann segir að það séu ekki útgerðir sem borgi til MSC heldur smásöluaðilar erlendis sem telji sig fá í staðinn hærra verð fyrir vottaðan fisk.