Lífið

Madonna vill þá unga

Söngkonan Madonna er greinilega hrifin af sér yngri mönnum. Skemmst er að minnast krassandi myndbands við lag hennar 4 minutes, þar sem hún dansar eggjandi við hinn 27 ára Justin Timberlake. Í nýjasta myndbandinu, við lagið Give It 2 Me, sprangar söngkonan fáklædd um með framleiðandanum Pharell sem er reyndar ekki nema fimmtán árum yngri en hún.

Eiginmaður Madonnu, leikstjórinn Guy Richie, er sjálfur tíu árum yngri en söngkonan. Það veitir svo líklega ekki af, en Madonna er með stæltari konum, og ber það ekki með sér að verða fimmtug síðar á árinu.

Myndbandið má sjá hér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.