Innlent

Atvinnuleysið kemur verst við þá yngstu

Atvinnuleysi bitnar harðast á yngsta fólkinu á vinnumarkaði. Nemendur sem útskrifuðust í dag eru uggandi um framtíðina. Rúmlega níu þúsund manns eru skráðir atvinnulausir sem þýðir 5,5% atvinnuleysi.

Horfur um atvinnuástand fara enn versnandi. Skýrustu vísbendingarnar um þetta eru fjöldi tilkynntra uppsagna, sem ekki eru komnar til framkvæmdar.

Alls hefur hátt í 5.000 manns verið sagt upp á árinu með hópuppsögnum. Stærstur hluti þeirra uppsagna barst í október og miðað við þriggja mánaða uppsagnarfrest má búast við mikilli aukningu atvinnulausra a.m.k. fram í febrúar á næsta ári. Flestir atvinnulausra koma úr mannvirkjagerð, þá úr verslun, iðnaði, flutningastarfssemi og ýmissi þjónusutstarfssemi. Lang flestir atvinnulausra eru úr yngstu aldursflokkunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×