Páll Óskar verður andlit Byrs 4. júní 2008 15:48 „Ég hlakka mikið til," segir popparinn Páll Óskar Hjálmtýsson, sem hyggst á næstunni stuðla að bættri fjárhagslegri heilsu þjóðarinnar sem andlit fjármálaþjónustu Byrs. Verið er að undirbúa auglýsingaherferð með Palla, þar sem námsmannaþjónusta Byrs og verkefni bankans um „fjárhagslega hehilsu" verður kynnt. Þetta er í fyrsta sinn sem Palli tekur að sér álíka verkefni af þessari stærðargráðu. Honum finnst fólk mega gefa meiri gaum að fjárhagslegri heilsu sinni. „Íslendingum finnst sjálfsagt að fara í ræktina, en svo er buddan kannski í lamsessi og fjármálin í molum. Ég ákvað að taka þetta starf að mér því ég hef verið á þessum stað sjálfur," segir Palli, sem sjálfur er ekki ókunnugur fjárhagsvandræðum. „Árið 1999 gaf ég út plötu sem seldist ekkert og ég varð næstum gjaldþrota fyrir vikið," segir Palli, sem sat eftir með fimm milljóna skuld. „Þetta eru tímar sem ég myndi aldrei vilja upplifa aftur," segir Palli sem skar hressilega niður eyðsluna, flutti inn í kjallarann hjá pabba sínum, og tók fjármálin í gegn. Heilum sex árum síðar, árið 2005 bar erfiðið árangur, þegar Palli varð skuldlaus. „Ég vaknaði upp við það að skulda ekki nokkrum manni neitt," segir Palli. „Ég skil ekki hvernig mér tókst þetta," segir Palli, sem var með þrjú hundruð þúsund króna greiðslubyrði á mánuði fram að þeim tíma. Þarna var Palla farið að þyrsta í að gera aðra plötu. Staðráðinn í að endurtaka ekki mistökin frá þeirri síðustu ákvað Palli að fá sér „diskósparigrís" og byrja að leggja fyrir. Þegar kom að því að taka hina geysivinsælu „Allt fyrir ástina" upp átti Palli fyrir henni. „Ávinningurinn er svo miklu meiri ef þú átt fyrir hlutunum. Það reyndist miklu ódýrara að gera plötuna með diskósparigrísnum," segir Palli, og bætir við að það sé af sem áður var. „þetta er fyrsta platan sem ég gef út sem ég fæ laun fyrir. Þannig ég get alveg viðurkennt að buddan hefur þyngst." Palli segist þó aldrei hafa getað gert þetta án þess að leita sér ráðgjafar. „Ég bað um hjálp og ég var tilbúinn til að þiggja hjálp," segir Palli. Orðalagið hljómar ekki ósvipað einhverju sem maður gæti heyrt frá frelsuðum alkóhólista, og Palli segir að ekki úr lausu lofti gripið. „Alkóhólismi og fjárhagsvandræði er bæði byggð á afneitun. Þú lokar augunum fyrir vandamálinu þangað til það verður óyfirstíganlegt," segir Palli, sem hvetur fólk til að leita sér hjálpar áður en stefnir í óefni. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
„Ég hlakka mikið til," segir popparinn Páll Óskar Hjálmtýsson, sem hyggst á næstunni stuðla að bættri fjárhagslegri heilsu þjóðarinnar sem andlit fjármálaþjónustu Byrs. Verið er að undirbúa auglýsingaherferð með Palla, þar sem námsmannaþjónusta Byrs og verkefni bankans um „fjárhagslega hehilsu" verður kynnt. Þetta er í fyrsta sinn sem Palli tekur að sér álíka verkefni af þessari stærðargráðu. Honum finnst fólk mega gefa meiri gaum að fjárhagslegri heilsu sinni. „Íslendingum finnst sjálfsagt að fara í ræktina, en svo er buddan kannski í lamsessi og fjármálin í molum. Ég ákvað að taka þetta starf að mér því ég hef verið á þessum stað sjálfur," segir Palli, sem sjálfur er ekki ókunnugur fjárhagsvandræðum. „Árið 1999 gaf ég út plötu sem seldist ekkert og ég varð næstum gjaldþrota fyrir vikið," segir Palli, sem sat eftir með fimm milljóna skuld. „Þetta eru tímar sem ég myndi aldrei vilja upplifa aftur," segir Palli sem skar hressilega niður eyðsluna, flutti inn í kjallarann hjá pabba sínum, og tók fjármálin í gegn. Heilum sex árum síðar, árið 2005 bar erfiðið árangur, þegar Palli varð skuldlaus. „Ég vaknaði upp við það að skulda ekki nokkrum manni neitt," segir Palli. „Ég skil ekki hvernig mér tókst þetta," segir Palli, sem var með þrjú hundruð þúsund króna greiðslubyrði á mánuði fram að þeim tíma. Þarna var Palla farið að þyrsta í að gera aðra plötu. Staðráðinn í að endurtaka ekki mistökin frá þeirri síðustu ákvað Palli að fá sér „diskósparigrís" og byrja að leggja fyrir. Þegar kom að því að taka hina geysivinsælu „Allt fyrir ástina" upp átti Palli fyrir henni. „Ávinningurinn er svo miklu meiri ef þú átt fyrir hlutunum. Það reyndist miklu ódýrara að gera plötuna með diskósparigrísnum," segir Palli, og bætir við að það sé af sem áður var. „þetta er fyrsta platan sem ég gef út sem ég fæ laun fyrir. Þannig ég get alveg viðurkennt að buddan hefur þyngst." Palli segist þó aldrei hafa getað gert þetta án þess að leita sér ráðgjafar. „Ég bað um hjálp og ég var tilbúinn til að þiggja hjálp," segir Palli. Orðalagið hljómar ekki ósvipað einhverju sem maður gæti heyrt frá frelsuðum alkóhólista, og Palli segir að ekki úr lausu lofti gripið. „Alkóhólismi og fjárhagsvandræði er bæði byggð á afneitun. Þú lokar augunum fyrir vandamálinu þangað til það verður óyfirstíganlegt," segir Palli, sem hvetur fólk til að leita sér hjálpar áður en stefnir í óefni.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira