Innlent

Rússar vilja frekari upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda

MYND/AP

Rússnesk stjórnvöld hafa ekki fengið nægar upplýsingar hjá íslenskum stjórnvöldum til þess að fallast á lán og hafa óskað eftir frekari upplýsingum um björgunaraðgerðir hér á landi.

Þetta kemur fram á vef bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes og er vitnað til upplýsinga frá háttsettum mönnum innan Rússlandsstjórnar. Heimildarmaðurinn tekur þó fram að Íslendingum hafi ekki verið neitað um lán.

Sendinefnd Íslands, sem fór til Moskvu, kom til landsins í gær. Fundað var með rússneskum fulltrúum á þriðjudag og miðvikudag og þá var skipst á upplýsingum í síma í gær. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur verið ákveðið að halda viðræðum landanna áfram en eftir á að ákveða stað og stund.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×