Erlent

Orrustuþota skall niður í íbúðahverfi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Orrustuþota af gerðinni F-18 Hornet.
Orrustuþota af gerðinni F-18 Hornet.

Mesta mildi þótti að ekki létust fleiri en þrír þegar orrustuþota af gerðinni F-18 skall niður á miðri götu við Miramar-herstöðina utan við San Diego í Kaliforníu í gær eftir að flugmaðurinn varpaði sér út úr vélinni.

Enn er ekki ljós hvað kom upp á hjá flugmanninum en honum tókst naumlega að forða því að þotan flygi á tæplega eitt þúsund kílómetra hraða á klukkustund beint á gagnfræðaskóla í grennd við flugvöllinn. Mirimar-herstöðin var einmitt sögusvið hluta kvikmyndarinnar Top Gun sem fór sigurför um heiminn árið 1986.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×