Innlent

Pólverjarnir á leið heim með Iceland Express

Matthías Imsland
Matthías Imsland

Matthías Imsland forstjóri Iceland Express segir að fyrirtækið finni fyrir mikilli aukningu í flugi til Póllands upp á síðkastið. Flugfélagið flýgur einu sinni í viku til Póllands og margir hafa keypt sér miða aðra leiðina. Matthías segir að í lang flestum tilvikum sé um Pólverja að ræða.

„Við erum líka að fá fyrirspurnir frá verktökum sem eru að óska eftir leiguflugi til Póllands. Við erum hinsvegar með þetta áætlanaflug sem á að duga," segir Matthías.

Hann segir félagið hafa búist við meiri skell en hefur orðið en flugfélagið hefur á móti dregið nokkuð úr framboði. „Við erum því bara tiltölulega brattir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×