Innlent

Ófært á Vestfjörðum

Víða er hálka.
Víða er hálka. MYND/VILHELM

Það er hálka á Hellisheiði og í Þrengslum líkt og víðast hvar á Suður- og Vesturlandi. Á Vestfjörðum eru Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði ófærar en hálka eða snjóþekja á öðrum leiðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir ennfremur að á Norður- og Austurlandi sé víðast hvar einhver hálka eða snjóþekja en á Austurlandi sé víða talsverð ofankoma.

Á Suðausturlandi er víða snjóþekja eða krapi og þar er verið að hreinsa vegi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×