Dæmt í máli tollvarðanna á Hressó 24. júní 2008 09:34 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt dóm í máli tveggja tollvarða sem ákærðir voru fyrir að misnota aðstöðu sína á skemmtistaðnum Kaffi Hressó í janúar síðastliðinn. Annar var sýknaður en refsingu yfir hinum var frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum, haldi hann skilorð. Mennirnir stöðvuðu tvær konur, þóttust vera við fíkniefnaleit og sýndu tollvarðaskírteini sín því til staðfestingar. Þeir óskuðu eftir að fá að leita á konunum sem þær samþykktu. Þeir voru því ákærðir báðir fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína þegar þeir kynntu sig sem tollverði við eftirlit, þrátt fyrir að hafa verið í fríi. Þá var annar þeirra var ákærður fyrir gripdeild með því að hafa á brott með sér tösku annarar konunnar en hinn fyrir hylmingu því hann var með kortaveski konunnar á sér þegar hann var handtekinn á staðnum seinna um kvöldið. Sá sem ákærður var fyrir gripdeild neitaði sök og krafðist sýknu í málinu en sá sem ákærður var fyrir hylmingu hélt ekki uppi vörnum í málinu. Þegar lögregla kom á staðinn fannst veski konunnar á öðrum tollverðinum. Í því voru ýmis kort, þar á meðal gjafakort í Kringlunni og fjórir miðar í Hvalfjarðargöngin, eins og segir í dóminum. Við skýrslutöku yfir konunum var gerð myndsakbending og fór svo að önnur þeirra gat ekki bent á umrædda menn en hin benti á annan þeirra en sagðist þó ekki vera viss í sinni sök. Sá sem ákærður var fyrir gripdeild viðurkenndi að hafa verið á staðnum umrætt kvöld en hann þvertók fyrir að hafa verið með tollvarðaskilríki sín. Hins vegar hefði meðákærði verið með skilríkin sín sem sést hafi í af og til. Fyrir dómi sagðist hann hafa séð félaga sinn gefa sig á tal við nokkrar stúlkur án þess að hann gæti lýst því nánar. Hann hafi ekki rætt við þær. Ákærði sagðist hafa farið af staðnum stuttu eftir þetta. Sá sem ákærður var fyrir hylmingu viðurkenndi að hafa verið við drykkju umrætt kvöld en að hann muni ekkert eftir atburðum sem gerðust eftir klukkan sex um kvöldið. Hann játaði hins vegar sök í málinu, hann hafi verið með veski stúlkunnar á sér og sá ekki ástæðu til að véfengja framburð stúlknanna. Maðurinn kvaðst hafa sagt upp störfum hjá tollinum undir mikilli pressu frá tollstjóra. Í forsendum dómsins kemur fram að þrátt fyrir að annar mannana hafi játað sök í málinu verði ekki hjá því komist að leggja mat á þá sönnun sem fram hafi komið um brot hans. „Sú fullyrðing hans að hann muni ekki neitt frá veru sinni á veitingastaðnum er trúverðug og því verður ekki mikið lagt upp úr játningu hans," segir í dóminum. Dómarinn taldi ekkert tengja hinn manninn við ákæruatriði málsins annað en þá staðreynd að hann hafi verið á veitingastaðnum á einhverju tímabili umrædda nótt. Hann var því sýknaður. Við ákvörðun refsingar ákvað dómari að líta til þess að sá sem ákærður var fyrir hylmingu hafi látið af starfi sínu sem tollvörður og að hann hafi verið samvinnufús eftir getu við rannsókn málsins. Því þótti rétt að fresta ákvörðun refsingar undir almennu skilorði til tveggja ára. Tengdar fréttir Tollgæslumenn grunaðir um að hafa rænt veski af konu Tveir starfsmenn Tollgæslunnar eru grunaðir um að hafa stolið veski ungri konu á skemmtistað í Reykjavík í nótt. 19. janúar 2008 18:44 Gætu átt yfir höfði sér allt að sex til níu ára fangelsisdóm Tollverðirnir tveir sem grunaðir um að hafa stolið veski af ungri konu á skemmtistað í Reykjavík um síðustu helgi gætu átt yfir höfði sér sex til níu ára fangelsisdóm. 23. janúar 2008 18:36 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt dóm í máli tveggja tollvarða sem ákærðir voru fyrir að misnota aðstöðu sína á skemmtistaðnum Kaffi Hressó í janúar síðastliðinn. Annar var sýknaður en refsingu yfir hinum var frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum, haldi hann skilorð. Mennirnir stöðvuðu tvær konur, þóttust vera við fíkniefnaleit og sýndu tollvarðaskírteini sín því til staðfestingar. Þeir óskuðu eftir að fá að leita á konunum sem þær samþykktu. Þeir voru því ákærðir báðir fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína þegar þeir kynntu sig sem tollverði við eftirlit, þrátt fyrir að hafa verið í fríi. Þá var annar þeirra var ákærður fyrir gripdeild með því að hafa á brott með sér tösku annarar konunnar en hinn fyrir hylmingu því hann var með kortaveski konunnar á sér þegar hann var handtekinn á staðnum seinna um kvöldið. Sá sem ákærður var fyrir gripdeild neitaði sök og krafðist sýknu í málinu en sá sem ákærður var fyrir hylmingu hélt ekki uppi vörnum í málinu. Þegar lögregla kom á staðinn fannst veski konunnar á öðrum tollverðinum. Í því voru ýmis kort, þar á meðal gjafakort í Kringlunni og fjórir miðar í Hvalfjarðargöngin, eins og segir í dóminum. Við skýrslutöku yfir konunum var gerð myndsakbending og fór svo að önnur þeirra gat ekki bent á umrædda menn en hin benti á annan þeirra en sagðist þó ekki vera viss í sinni sök. Sá sem ákærður var fyrir gripdeild viðurkenndi að hafa verið á staðnum umrætt kvöld en hann þvertók fyrir að hafa verið með tollvarðaskilríki sín. Hins vegar hefði meðákærði verið með skilríkin sín sem sést hafi í af og til. Fyrir dómi sagðist hann hafa séð félaga sinn gefa sig á tal við nokkrar stúlkur án þess að hann gæti lýst því nánar. Hann hafi ekki rætt við þær. Ákærði sagðist hafa farið af staðnum stuttu eftir þetta. Sá sem ákærður var fyrir hylmingu viðurkenndi að hafa verið við drykkju umrætt kvöld en að hann muni ekkert eftir atburðum sem gerðust eftir klukkan sex um kvöldið. Hann játaði hins vegar sök í málinu, hann hafi verið með veski stúlkunnar á sér og sá ekki ástæðu til að véfengja framburð stúlknanna. Maðurinn kvaðst hafa sagt upp störfum hjá tollinum undir mikilli pressu frá tollstjóra. Í forsendum dómsins kemur fram að þrátt fyrir að annar mannana hafi játað sök í málinu verði ekki hjá því komist að leggja mat á þá sönnun sem fram hafi komið um brot hans. „Sú fullyrðing hans að hann muni ekki neitt frá veru sinni á veitingastaðnum er trúverðug og því verður ekki mikið lagt upp úr játningu hans," segir í dóminum. Dómarinn taldi ekkert tengja hinn manninn við ákæruatriði málsins annað en þá staðreynd að hann hafi verið á veitingastaðnum á einhverju tímabili umrædda nótt. Hann var því sýknaður. Við ákvörðun refsingar ákvað dómari að líta til þess að sá sem ákærður var fyrir hylmingu hafi látið af starfi sínu sem tollvörður og að hann hafi verið samvinnufús eftir getu við rannsókn málsins. Því þótti rétt að fresta ákvörðun refsingar undir almennu skilorði til tveggja ára.
Tengdar fréttir Tollgæslumenn grunaðir um að hafa rænt veski af konu Tveir starfsmenn Tollgæslunnar eru grunaðir um að hafa stolið veski ungri konu á skemmtistað í Reykjavík í nótt. 19. janúar 2008 18:44 Gætu átt yfir höfði sér allt að sex til níu ára fangelsisdóm Tollverðirnir tveir sem grunaðir um að hafa stolið veski af ungri konu á skemmtistað í Reykjavík um síðustu helgi gætu átt yfir höfði sér sex til níu ára fangelsisdóm. 23. janúar 2008 18:36 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Tollgæslumenn grunaðir um að hafa rænt veski af konu Tveir starfsmenn Tollgæslunnar eru grunaðir um að hafa stolið veski ungri konu á skemmtistað í Reykjavík í nótt. 19. janúar 2008 18:44
Gætu átt yfir höfði sér allt að sex til níu ára fangelsisdóm Tollverðirnir tveir sem grunaðir um að hafa stolið veski af ungri konu á skemmtistað í Reykjavík um síðustu helgi gætu átt yfir höfði sér sex til níu ára fangelsisdóm. 23. janúar 2008 18:36