Fyrrum strandvörðurinn Pamela Anderson bætist bráðlega í hóp raunveruleikastjarna. Hún fær sinn eigin þátt á sjónvarpsstöðinni E! sem mun bera heitið, Pamela.
Ólíkt öðrum þáttum af svipuðum toga eins og Living Lohan og þáttur Denise Richards mun Pamela ekki bjóða upp á börnin sín í þættinum.
Þátturinn mun vera í heimildarmyndarformi og segir Randy Barbato sem mun hafa yfirumsjón með þættinum að hann verði listrænn og mikið fyrir augað. Hann muni gefa fólki tækifæri til þess að gægjast inn í fjölbreytt líf Pamelu.