Segir drauma Íslendinga að verða að engu 6. október 2008 21:27 MYND/Valgarður Breska blaðið Daily Telegraph fjallar í kvöld um hinar miklu breytingar sem eru yfirvofandi á íslensku efnahagslífi og segir mikið hafa breyst í landinu á einu ári. Vísað er til þess að í nóvember í fyrra hafi Ísland verið meðal fremstu landa á Vesturlöndum og að lífsskilyrðin hafi verið þau bestu í heimi samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Efnahagslegt kraftaverk hafi átt sér stað hér á landi og ekkert bankakerfi í heiminum hafi þanist út jafnhratt. Skuldir þjóðarbúsins hafi hins vegar hlaðist hratt upp og útlit sé fyrir að veislunni ljúki á hroðalegan hátt. Þá lýsir blaðamaður þeirri kreppu sem skekið hefur landið síðustu daga og segir landið á leið aftur í þá stöðu sem það hafi verið áður, meðal fátækari ríkja Evrópu. Bent er á að Kaupþing komist ekki á lista yfir hundrað stærstu banka heims en hafi engu að síður mikil áhrif á breskt efnahagslíf því bankinn hafi fjármagnað ýmis kaup í Bretlandi. Þá sé óvissa um eignir Baugs í Bretlandi. Bent er á að á uppgangstímunum hafi eignir fjölskyldna landsins aukist um 45 prósent að meðaltali á fimm árum og þá hafi landsframleiðsla aukist um fjögur til sex prósent á ári. Í boði hafi verið hundrað prósenta húsnæðislán, mörg hver í erlendri mynt. Þegar gengi krónunnar hafi fallið hafi lánin tvöfaldast og þúsundir horfi fram á erfiðleika. Telegraph segir það eiginlega hafa verið óumflýjanlegt að alþjóðakreppan hafnaði á ströndum Íslands. Stjórnvöld hafi tryggt allar eignir Íslendinga í bönkum en geti ekki tryggt eignir þúsunda Breta sem lagt hafi peninga inn á netreikninga. Telegraph segir að það hafi tekið nokkurn tíma fyrir ástandið að versna en í vor þegar menn fóru að spyrja spurninga um efnahagslífið hafi landsmenn verið í afneitun. Vitnað er til orða Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, sem segir suma hafa nefnt hagfræðina hér hunangsfluguhagfræði „því það er erfitt að átta sig á því hvernig hún flýgur en hún gerir það samt," segir Dagur. Telegraph segir þó að hunangsflugur flúgi ekki hátt nú frekar en milljarðamæringar sem reynt hafi að kaupa verslunargöturnar á Bretlandi. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Breska blaðið Daily Telegraph fjallar í kvöld um hinar miklu breytingar sem eru yfirvofandi á íslensku efnahagslífi og segir mikið hafa breyst í landinu á einu ári. Vísað er til þess að í nóvember í fyrra hafi Ísland verið meðal fremstu landa á Vesturlöndum og að lífsskilyrðin hafi verið þau bestu í heimi samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Efnahagslegt kraftaverk hafi átt sér stað hér á landi og ekkert bankakerfi í heiminum hafi þanist út jafnhratt. Skuldir þjóðarbúsins hafi hins vegar hlaðist hratt upp og útlit sé fyrir að veislunni ljúki á hroðalegan hátt. Þá lýsir blaðamaður þeirri kreppu sem skekið hefur landið síðustu daga og segir landið á leið aftur í þá stöðu sem það hafi verið áður, meðal fátækari ríkja Evrópu. Bent er á að Kaupþing komist ekki á lista yfir hundrað stærstu banka heims en hafi engu að síður mikil áhrif á breskt efnahagslíf því bankinn hafi fjármagnað ýmis kaup í Bretlandi. Þá sé óvissa um eignir Baugs í Bretlandi. Bent er á að á uppgangstímunum hafi eignir fjölskyldna landsins aukist um 45 prósent að meðaltali á fimm árum og þá hafi landsframleiðsla aukist um fjögur til sex prósent á ári. Í boði hafi verið hundrað prósenta húsnæðislán, mörg hver í erlendri mynt. Þegar gengi krónunnar hafi fallið hafi lánin tvöfaldast og þúsundir horfi fram á erfiðleika. Telegraph segir það eiginlega hafa verið óumflýjanlegt að alþjóðakreppan hafnaði á ströndum Íslands. Stjórnvöld hafi tryggt allar eignir Íslendinga í bönkum en geti ekki tryggt eignir þúsunda Breta sem lagt hafi peninga inn á netreikninga. Telegraph segir að það hafi tekið nokkurn tíma fyrir ástandið að versna en í vor þegar menn fóru að spyrja spurninga um efnahagslífið hafi landsmenn verið í afneitun. Vitnað er til orða Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, sem segir suma hafa nefnt hagfræðina hér hunangsfluguhagfræði „því það er erfitt að átta sig á því hvernig hún flýgur en hún gerir það samt," segir Dagur. Telegraph segir þó að hunangsflugur flúgi ekki hátt nú frekar en milljarðamæringar sem reynt hafi að kaupa verslunargöturnar á Bretlandi.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira