Lífið

Hvar eru peningarnir mínir?

Ghostigital að störfum.
Ghostigital að störfum.

Í ljósi atburða seinustu daga hér á landi hefur hljómsveitin Ghostigital ákveðið að gefa þjóðinni remix af laginu ,,Hvar eru peningarnir mínir".

,,Þetta er líklegast það eina sem fæst ókeypis í einhvern tíma núna," segir í tilkynningu.

Lagið Hvar eru peningarnir mínir? er endurhljóðblöndun sem MoneyMaster gerði af laginu Bank sem var á fyrstu plötu sveitarinnar árið 2003. Lagið er um mann sem man ekki hvar peningarnir hans eru en hann var viss um að þeir væru í umslagi einu.

Af Ghostigital er það að frétta að sveitin er að leggja lokahönd á plötu sem kemur út fyrir jól hjá Smekkleysu. Þá mun hún gefa út nýtt lag í lok þessarar viku og troða upp á Airwaves-hátíðinni um miðjan október.

Hvar eru peningarnir mínir? er hægt að nálgast fríkeypis í gegnum myspacesíðu sveitarinnar og hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.