Biskup: Kreppa er tækifæri 6. október 2008 19:26 MYND/GVA Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir að kreppa sé tækifæri og nú fái ríki og fjármálstofninar og einstaklingar tækifæri til að endurskipuleggja sig með visku, hagsýni, hófsemi og umhyggju að leiðarljósi. Þetta kemur fram í pistli sem biskup ritar og birtur er á heimasíðu Þjóðkirkjunnar. Þar segir biskupinn að margir skelfist fjármálakreppnu og óttist að grunnstoðirnar séu að bresta. „Angist og kvíði er hlutskipti margra um þessar mundir. Ljóst er að þröngt getur orðið í búi hjá einstaklingum og fjölskyldum á næstu mánuðum. Við slíka erfiðleika reynir á samstöðu og umhyggju allra. Í guðspjöllunum talar Jesús um "angist þjóða, ráðlausra við dunur hafs og brimgný" - og það lýsir ástandinu þessa síðustu daga. Hvað mun standast flóðbylgju kreppunnar? Guð einn veit. Líf okkar er í hendi hans og hann þekkir og skilur áhyggjur okkar og vanda. "Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar," segir Jesús, "yðar himneski faðir veit." Og Pétur postuli hvetur okkur til að varpa öllum áhyggjum okkar á Drottin, því hann ber umhyggju fyrir okkur. Áhyggjur okkar ber umhyggja hans. Í þeim faðmi er okkur óhætt," segir biskup. Biskupinn segir einnig að lausnin sé í nánd. „Framundan er vorið handan allra vetrarveðra. Því megum við treysta. Við megum reiða okkur á návist Guðs og atbeina góðra manna. Guð er að verki og þar er engin lausafjárþurrð. Nægtir náðar hans standa öllum til boða. Og hvert og eitt getum við rétt öðrum hjálparhönd og hlýjan hug umhyggju og kærleika," segir biskup enn fremur. Hann bætir við: „Tungumál óttans hefur verið yfirgnæfandi undanfarið. Nú skulum við tala tungumál umhyggjunnar og sýna umhyggju um lífið, um jörðina, um hið viðkvæma og brothætta líf, börnin, þá sjúku, og hin öldruðu. Og við skulum beina athygli að auðlegðinni og verðmætunum sem eilíf eru og aldrei falla í gildi. Það er svo ótal margt að gleðjast yfir og þakka í okkar góða samfélagi. Við höfum sem þjóð áður glímt við hamfarir og hörmungar. Aldrei höfum við verið betur stödd til að takast á við afleiðingar og vinna okkur úr vanda," segir herra Karl Sigurbjörnsson.Þá beinir hann þeim tilmælum til presta og djákna Þjóðkirkjunnar að vera vakandi fyrir þessum vanda og hvernig hann hafi áhrif á andlega líðan fólks sem lendir í efnahagslegum þrengingum. „Jafnframt hvet ég söfnuði landsins til að bregðast við með þeim andlega stuðningi og sálgæslu sem er á þeirra færi, að opna kirkjurnar til samverustunda og fyrirbæna, minna á kyrrðarstundir sem víða eru í kirkjum landsins á virkum dögum sem og annað helgihald," segir biskup.Þá þakkar hann þeim fjölmörgu sem hafi lagt sig fram um að liðsinna fólki í erfiðleikum. Þar megi minna á Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. „Ég hvet sóknir og söfnuði til samstarfs við félagslegar stofnanir og þjónustu af ýmsum toga sem hefur með velferð fólks að gera. Guð vors lands láti ljós sitt og anda leiða og blessa okkur öll," segir herra Karl Sigurbjörnsson að endingu. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir að kreppa sé tækifæri og nú fái ríki og fjármálstofninar og einstaklingar tækifæri til að endurskipuleggja sig með visku, hagsýni, hófsemi og umhyggju að leiðarljósi. Þetta kemur fram í pistli sem biskup ritar og birtur er á heimasíðu Þjóðkirkjunnar. Þar segir biskupinn að margir skelfist fjármálakreppnu og óttist að grunnstoðirnar séu að bresta. „Angist og kvíði er hlutskipti margra um þessar mundir. Ljóst er að þröngt getur orðið í búi hjá einstaklingum og fjölskyldum á næstu mánuðum. Við slíka erfiðleika reynir á samstöðu og umhyggju allra. Í guðspjöllunum talar Jesús um "angist þjóða, ráðlausra við dunur hafs og brimgný" - og það lýsir ástandinu þessa síðustu daga. Hvað mun standast flóðbylgju kreppunnar? Guð einn veit. Líf okkar er í hendi hans og hann þekkir og skilur áhyggjur okkar og vanda. "Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar," segir Jesús, "yðar himneski faðir veit." Og Pétur postuli hvetur okkur til að varpa öllum áhyggjum okkar á Drottin, því hann ber umhyggju fyrir okkur. Áhyggjur okkar ber umhyggja hans. Í þeim faðmi er okkur óhætt," segir biskup. Biskupinn segir einnig að lausnin sé í nánd. „Framundan er vorið handan allra vetrarveðra. Því megum við treysta. Við megum reiða okkur á návist Guðs og atbeina góðra manna. Guð er að verki og þar er engin lausafjárþurrð. Nægtir náðar hans standa öllum til boða. Og hvert og eitt getum við rétt öðrum hjálparhönd og hlýjan hug umhyggju og kærleika," segir biskup enn fremur. Hann bætir við: „Tungumál óttans hefur verið yfirgnæfandi undanfarið. Nú skulum við tala tungumál umhyggjunnar og sýna umhyggju um lífið, um jörðina, um hið viðkvæma og brothætta líf, börnin, þá sjúku, og hin öldruðu. Og við skulum beina athygli að auðlegðinni og verðmætunum sem eilíf eru og aldrei falla í gildi. Það er svo ótal margt að gleðjast yfir og þakka í okkar góða samfélagi. Við höfum sem þjóð áður glímt við hamfarir og hörmungar. Aldrei höfum við verið betur stödd til að takast á við afleiðingar og vinna okkur úr vanda," segir herra Karl Sigurbjörnsson.Þá beinir hann þeim tilmælum til presta og djákna Þjóðkirkjunnar að vera vakandi fyrir þessum vanda og hvernig hann hafi áhrif á andlega líðan fólks sem lendir í efnahagslegum þrengingum. „Jafnframt hvet ég söfnuði landsins til að bregðast við með þeim andlega stuðningi og sálgæslu sem er á þeirra færi, að opna kirkjurnar til samverustunda og fyrirbæna, minna á kyrrðarstundir sem víða eru í kirkjum landsins á virkum dögum sem og annað helgihald," segir biskup.Þá þakkar hann þeim fjölmörgu sem hafi lagt sig fram um að liðsinna fólki í erfiðleikum. Þar megi minna á Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. „Ég hvet sóknir og söfnuði til samstarfs við félagslegar stofnanir og þjónustu af ýmsum toga sem hefur með velferð fólks að gera. Guð vors lands láti ljós sitt og anda leiða og blessa okkur öll," segir herra Karl Sigurbjörnsson að endingu.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira