Biskup: Kreppa er tækifæri 6. október 2008 19:26 MYND/GVA Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir að kreppa sé tækifæri og nú fái ríki og fjármálstofninar og einstaklingar tækifæri til að endurskipuleggja sig með visku, hagsýni, hófsemi og umhyggju að leiðarljósi. Þetta kemur fram í pistli sem biskup ritar og birtur er á heimasíðu Þjóðkirkjunnar. Þar segir biskupinn að margir skelfist fjármálakreppnu og óttist að grunnstoðirnar séu að bresta. „Angist og kvíði er hlutskipti margra um þessar mundir. Ljóst er að þröngt getur orðið í búi hjá einstaklingum og fjölskyldum á næstu mánuðum. Við slíka erfiðleika reynir á samstöðu og umhyggju allra. Í guðspjöllunum talar Jesús um "angist þjóða, ráðlausra við dunur hafs og brimgný" - og það lýsir ástandinu þessa síðustu daga. Hvað mun standast flóðbylgju kreppunnar? Guð einn veit. Líf okkar er í hendi hans og hann þekkir og skilur áhyggjur okkar og vanda. "Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar," segir Jesús, "yðar himneski faðir veit." Og Pétur postuli hvetur okkur til að varpa öllum áhyggjum okkar á Drottin, því hann ber umhyggju fyrir okkur. Áhyggjur okkar ber umhyggja hans. Í þeim faðmi er okkur óhætt," segir biskup. Biskupinn segir einnig að lausnin sé í nánd. „Framundan er vorið handan allra vetrarveðra. Því megum við treysta. Við megum reiða okkur á návist Guðs og atbeina góðra manna. Guð er að verki og þar er engin lausafjárþurrð. Nægtir náðar hans standa öllum til boða. Og hvert og eitt getum við rétt öðrum hjálparhönd og hlýjan hug umhyggju og kærleika," segir biskup enn fremur. Hann bætir við: „Tungumál óttans hefur verið yfirgnæfandi undanfarið. Nú skulum við tala tungumál umhyggjunnar og sýna umhyggju um lífið, um jörðina, um hið viðkvæma og brothætta líf, börnin, þá sjúku, og hin öldruðu. Og við skulum beina athygli að auðlegðinni og verðmætunum sem eilíf eru og aldrei falla í gildi. Það er svo ótal margt að gleðjast yfir og þakka í okkar góða samfélagi. Við höfum sem þjóð áður glímt við hamfarir og hörmungar. Aldrei höfum við verið betur stödd til að takast á við afleiðingar og vinna okkur úr vanda," segir herra Karl Sigurbjörnsson.Þá beinir hann þeim tilmælum til presta og djákna Þjóðkirkjunnar að vera vakandi fyrir þessum vanda og hvernig hann hafi áhrif á andlega líðan fólks sem lendir í efnahagslegum þrengingum. „Jafnframt hvet ég söfnuði landsins til að bregðast við með þeim andlega stuðningi og sálgæslu sem er á þeirra færi, að opna kirkjurnar til samverustunda og fyrirbæna, minna á kyrrðarstundir sem víða eru í kirkjum landsins á virkum dögum sem og annað helgihald," segir biskup.Þá þakkar hann þeim fjölmörgu sem hafi lagt sig fram um að liðsinna fólki í erfiðleikum. Þar megi minna á Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. „Ég hvet sóknir og söfnuði til samstarfs við félagslegar stofnanir og þjónustu af ýmsum toga sem hefur með velferð fólks að gera. Guð vors lands láti ljós sitt og anda leiða og blessa okkur öll," segir herra Karl Sigurbjörnsson að endingu. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir að kreppa sé tækifæri og nú fái ríki og fjármálstofninar og einstaklingar tækifæri til að endurskipuleggja sig með visku, hagsýni, hófsemi og umhyggju að leiðarljósi. Þetta kemur fram í pistli sem biskup ritar og birtur er á heimasíðu Þjóðkirkjunnar. Þar segir biskupinn að margir skelfist fjármálakreppnu og óttist að grunnstoðirnar séu að bresta. „Angist og kvíði er hlutskipti margra um þessar mundir. Ljóst er að þröngt getur orðið í búi hjá einstaklingum og fjölskyldum á næstu mánuðum. Við slíka erfiðleika reynir á samstöðu og umhyggju allra. Í guðspjöllunum talar Jesús um "angist þjóða, ráðlausra við dunur hafs og brimgný" - og það lýsir ástandinu þessa síðustu daga. Hvað mun standast flóðbylgju kreppunnar? Guð einn veit. Líf okkar er í hendi hans og hann þekkir og skilur áhyggjur okkar og vanda. "Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar," segir Jesús, "yðar himneski faðir veit." Og Pétur postuli hvetur okkur til að varpa öllum áhyggjum okkar á Drottin, því hann ber umhyggju fyrir okkur. Áhyggjur okkar ber umhyggja hans. Í þeim faðmi er okkur óhætt," segir biskup. Biskupinn segir einnig að lausnin sé í nánd. „Framundan er vorið handan allra vetrarveðra. Því megum við treysta. Við megum reiða okkur á návist Guðs og atbeina góðra manna. Guð er að verki og þar er engin lausafjárþurrð. Nægtir náðar hans standa öllum til boða. Og hvert og eitt getum við rétt öðrum hjálparhönd og hlýjan hug umhyggju og kærleika," segir biskup enn fremur. Hann bætir við: „Tungumál óttans hefur verið yfirgnæfandi undanfarið. Nú skulum við tala tungumál umhyggjunnar og sýna umhyggju um lífið, um jörðina, um hið viðkvæma og brothætta líf, börnin, þá sjúku, og hin öldruðu. Og við skulum beina athygli að auðlegðinni og verðmætunum sem eilíf eru og aldrei falla í gildi. Það er svo ótal margt að gleðjast yfir og þakka í okkar góða samfélagi. Við höfum sem þjóð áður glímt við hamfarir og hörmungar. Aldrei höfum við verið betur stödd til að takast á við afleiðingar og vinna okkur úr vanda," segir herra Karl Sigurbjörnsson.Þá beinir hann þeim tilmælum til presta og djákna Þjóðkirkjunnar að vera vakandi fyrir þessum vanda og hvernig hann hafi áhrif á andlega líðan fólks sem lendir í efnahagslegum þrengingum. „Jafnframt hvet ég söfnuði landsins til að bregðast við með þeim andlega stuðningi og sálgæslu sem er á þeirra færi, að opna kirkjurnar til samverustunda og fyrirbæna, minna á kyrrðarstundir sem víða eru í kirkjum landsins á virkum dögum sem og annað helgihald," segir biskup.Þá þakkar hann þeim fjölmörgu sem hafi lagt sig fram um að liðsinna fólki í erfiðleikum. Þar megi minna á Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. „Ég hvet sóknir og söfnuði til samstarfs við félagslegar stofnanir og þjónustu af ýmsum toga sem hefur með velferð fólks að gera. Guð vors lands láti ljós sitt og anda leiða og blessa okkur öll," segir herra Karl Sigurbjörnsson að endingu.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira