Bang Gang mun halda sína fyrstu tónleika í Reykjavík í 2 ár á fimmtudaginn næstkomandi á Nasa við Austurvöll.
Miðaverði er stillt í einstakt hóf aðeins 999 kr og fylgir hverjum seldum miða eintak af Something Wrong annari breiðskífu Bang Gang eða Haxan klassískri plötu sem Barði Jóhanns tók upp ásamt sinfóníuhljómsveit Búlgaríu.
„Er þetta gert af einstakri velvild Barða til tónleikagesta og hefur ekkert að gera með neina kreppu," segir í tilkynningu frá Barða.
Miðasala er í verslunum skífunnar og á midi.is.