Erlent

Verslunarmiðstöð í París rýmd vegna sprengjuhótunar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Getty Images

Lögreglan í París lét rýma verslunarmiðstöð í borginni í gær eftir að fimm stautar af sprengiefninu dýnamíti fundust þar. Fréttastofunni AFP barst bréf um hádegisbil þar sem greint var frá því að sprengiefnið væri í byggingunni og ekki væri um gabb að ræða.

Lögreglan sendi þegar sveit sprengjusérfræðinga á vettvang sem fann sprengiefnið eftir nokkra leit. Bréfið sem barst AFP var undirritað af samtökum sem kalla sig Afgönsku byltingarsveitina en þau krefjast þess að Frakkar kalli allar hersveitir sínar frá Afganistan fyrir febrúarlok 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×