Innlent

Réðst á lögreglukonu og fær 6 mánaða fangelsi

Karlmaður úr Reykjavík var dæmdur í sex mánaða fangelsi, í Héraðsdómi Reykjavíkur, í dag fyrir brot gegn valdstjórninni og ítrekuð umferðarlagabrot. Hann var fjórum sinnum stöðvaður við akstur án gildra ökuréttinda. Í eitt skiptið var hann undir áhrifum áfengis og var honum vísað inn í lögreglubíl. Þar réðst hann á lögreglukonu við skyldustörf, tók hana hálstaki og reif í hár hennar með þeim afleiðingum þannig að á henni sá. Maðurinn hafði áður hlotið skilorðsbundinn dóm vegna líkamsárásar. Hann rauf skilorðið og var málið því tekið upp aftur og dæmt í því í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×