Lífið

Pungrakstur í beinni á Bylgjunni

Jói og Simmi eru á laugardagsmorgnum á Bylgjunni.
Jói og Simmi eru á laugardagsmorgnum á Bylgjunni.

Simmi og Jói eru ávallt hressir á laugardagsmorgnum á Bylgjunni. Í gærmorgun ræddu þeir meðal annars um rakstur og hvort það væri almennt þannig að karlmenn myndu raka á sér "djásnið" eins og þeir orðuðu það. Margt athyglisvert kom í ljós.

Áður en síminn var opnaður og hlustendur tjáðu sig um umræðuefnið sýndu félagarnir gott fordæmi og spurði Jói Simma hvort hann myndi raka á sér punginn. „Já," svaraði Simmi samt nokkuð hikandi.

Hann sagðist þó ekkert vera upptekinn af því og væri ekkert að panta sér tíma úti í bæ heldur myndi gera þetta sjálfur. „Ég á bartskera en ekki nota hann ef þú kemur í heimsókn," sagði Simmi og hló.

Því næst var opnað fyrir símann og voru skoðanir hlustenda misjafnar. Einn sagði athæfið sýna kynvillu á meðan aðrir voru á því að snyrta ætti aðeins eða jafnvel bara "mökkraka kvikindið" eins og einn orðaðið það.

Hægt er að hlusta á umræðurnar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.