Innlent

Opin skíðasvæði og fínt veður

Frá skíðasvæðinu á Siglufirði.
Frá skíðasvæðinu á Siglufirði.

Skíðasvæðið í Tindastól og Siglufirði verða opin til klukkan 17:00 í dag. Á báðum stöðum er fínt veður og gott færi.

Samkvæmt upplýsingum frá Tindastóli er -2c og suðvestan 2 m/sek. Þar er mikill snjór og frábært göngusvæði. „Það hafa sést spor eftir jólasveina hérna uppfrá, en engin Bjarndýr," segir í tilkynningu.

Á Siglufirði er sagt að veður og skíðafæri sé mjög gott. Þar er suðvestan gola -1c og allar lyftur í gangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×