„Það hrannast inn atvinnuumsóknir frá Íslendingum sem er hér í námi. Ég vildi að ég ætti fleiri staði svo ég gæti ráðið þá alla," segir Friðrik Weisshappel, veitingamaður á Laundromat Cafe í Kaupmannahöfn. Hann segir gjaldeyrisskrísuna hafa komið afar illa við Íslendinga í Danmörku, sem margir hverjir séu í áfalli vegna ástandsins.
„Ég hef heyrt af fólki sem mun ekki geta klárað nám vegna gengis krónunnar, barnafólk sem ekki hafði fé fyrir mat vegna lokunar á millifærslum," segir Friðrik. „Þetta hefur snert mína fjölskyldu og fólk sem ég þekki." Hann segir þó enn hug í mönnum: „Hljóðið er ekki svart, húmorinn er ekki dáinn og kjarkurinn ekki horfinn."
Friðrik ákvað af þessu tilefni að halda „samstöðuhitting" á kaffihúsi sínu við Arhusgade 38 á fimmtudagsmorguninn 16. október. Hittingurinn hefst klukkan átta og verður hafragrautur og kaffi í boði hússins. Frikki hvetur fólk til að mæta og „aðeins að hittast og klappa hvort öðru á öxlina með orðunum „þetta reddast allt saman""
Frikki Weiss býður Íslendingum í samstöðuhitting

Mest lesið






Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“
Tíska og hönnun


Vók Ofurmenni slaufað
Gagnrýni


Fleiri fréttir
