Lífið

Uppáhaldsvændiskona ríkisstjórans í mál

Ein frægasta vændiskona síðustu daga, ríkisstjórafellirinn Ashley Alexandra Dupre, er farin í mál við framleiðendur raunveruleikaþáttarins Girls Gone Wild. Þegar Eliot Spitzer, ríkisstjóri New York, sagði af sér vegna náinna samskipta við stúlkuna grófu framleiðendurnir upp gamlar myndir af henni þar sem hún dillar sér fáklædd í rútu þáttarins.

Dupre, sem var sautján ára þegar hún kom fram í þættinum, segist sökum aldurs ekki hafa getað undirritað löglegan samning um að nota mætti myndirnar af sér. Þá segist hún hafa verið drukkin þegar hún samþykkti að koma fram. Hún fer fram á tíu milljónir dollara í skaðabætur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.