Enski boltinn

Eigendur Liverpool byrjaðir að leita að kaupendum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eigendur Liverpool eru ekki í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins.
Eigendur Liverpool eru ekki í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins. Nordic Photos / AFP

Tom Hicks og George Gillett, eigendur Liverpool, hafa falið fjárfestingarbankanum Merrill Lynch að finna sér kaupendur fyrir félagið eftir því sem kemur fram í The Times í dag.

Blaðið segir að 350 milljóna punda lán frá Royal Bank of Scotland falli á þá þann 25. janúar næstkomandi og þar sem að bankinn sé nú í opinberri eigu sé talið erfitt fyrir þá að semja um greiðslufrest.

Hicks og Gillett hafa áður gefið út að félagið sé ekki til sölu en þetta þykir gefa í skyn að afstaða þeirra hafi breyst í ljósi nýrra aðstæðna.

Þeir munu einnig hafa neitað því að þeir hafi sett sig í samband við bankann en Times heldur því fram að endurskoðendur bankans hafi skoðað bókhaldsgögn félagsins í síðustu viku.

Krúnprinsinn af Dubai, sjeik Mohammed, hefur lengi haft augastað á Liverpool en er ekki reiðubúinn að borga þær 550 milljónir punda sem Hicks og Gillett vilja fá fyrir Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×