Erlent

Grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Belgíu

Talið er mögulegt að leiðtogafundur Evrópusambandsins hafi verið skotmark mannanna.
Talið er mögulegt að leiðtogafundur Evrópusambandsins hafi verið skotmark mannanna.
Lögregla í Belgíu handtók í dag fjórtán menn sem grunaðir eru um að hafa tengsl við Al Kaída hryðjuverkasamtökin. Þrír þeirra eru grunaðir um að hafa verið að skipuleggja árás í Belgíu.

Belgískir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum innan lögreglu að mennirnir hafi mögulega ætlað að fremja ódæðin á leiðtogafundi Evrópusambandsins, sem hófst í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×