Innlent

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn svartsýnn á ástandið

Seðlabankar margra helstu ríkja heims lækkuðu stýrivexti sína í dag til að bregðast við fjármálakreppnunni. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir kreppuna sem dynji á heiminum þá verstu síðan á fjórða áratug síðustu aldar.

Seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands, Evrópu, Kanada, Kína, Sviss og Svíþjóðar lækkuðu stýrivexti um hálft prósentustig í dag til að bregðast við fjármálakreppnunni. Breska ríkið tilkynnti að fimmtíu milljarðar punda af skattfé færu í að bjarga bönkum í vanda en verð á hlutabréfum í mörgum þeirra hefur hrunið síðustu daga.

Oliver Bernard, yfirhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði í eftir að það var tilkynnt að þetta væri skref í rétta átt en meira þyrfti - sér í lagi í Evrópu þar sem leiðtogar ættu erfitt með að samræða aðgerðir sínar.

Sjóðurinn birti í gær skýrslu um fjárhagslegan stöðugleika í heiminum í október en þá lá ekkert fyrir með vaxtalækkunina.

Í skýrslunni segir að hagkerfi heimsins sé snarlega að hægja á sér. Niðursveiflan verði mikil og snarlega dragi úr hagvexti og hann fari niður í þrjú prósent á næsta ári. Samdráttur verði í Bandaríkjunum.

Fjármálakreppan og hátt verð á orku og neysluvörum sé ástæða þess að heimurinn takist nú á við vestu kreppu síðan á fjórða áratug síðustu aldar.

Mörg þróuð iðnríki séu á barmi kreppu. Sjóðurinn telur þó að líkurnar á heimskreppu séu litlar sem engar, en undan miklum samdrætti verði ekki komist.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×