Lífið

Jane Fonda skilin í fjórða sinn

Jane Fonda hefur væntanlega vaðið í vonbiðlum eftir leik sinn í Barbarellu.
Jane Fonda hefur væntanlega vaðið í vonbiðlum eftir leik sinn í Barbarellu.
Ofurskvísan Jane Fonda hefur losað sig við kærasta sína til eins árs. Leikkonan sjötuga sagði á síðasta ári að hún væri yfir sig ástfangin af hinum hálfáttræða Lynden Gillis, en það virðist hafa verið fljótt að ganga yfir.

Fonda hefur þrisvar verið gift, franska leikstjóranum Roger Vadim, ameríkska baráttumanninum Tom Hayden, og Ted Turner stofnanda CNN. Hún viðurkenndi í viðtali á dögunum að það væri erfitt fyrir sig að finna maka, því hún væri svo kröfuhörð.

„Ég vil fá mann sem er ekki bara góður elskhugi, heldur líka gömul sál, og þeir eru ekki á hverju strái," sagð leikkonan. „Yngri menn eru svo yfirborðslegir að þeir hafa oft ekki hugmynd um hvað ég er að tala um. Oft er hinsvegar eins og eldri menn haldi að þeir séu komnir í örugga höfn þegar þeir ná í mig, og verða hundleiðinlegir."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.