Íslenski boltinn

Afturelding upp þrátt fyrir tap

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Afturelding er komið upp í 1. deild karla í knattspyrnu þó svo að liðið hafi tapað fyrir Hamar á heimavelli í dag.

Heil umferð fór fram í 2. deildinni í dag. Víðir átti möguleika á að minnka forskotið á Aftureldingu í eitt stig en tapaði fyrir Tindastóli á útivelli, 3-1. Þá átti Hvöt einnig tölfræðilegan möguleika á því að fylgja ÍR-ingum upp en liðið gerði 4-4 jafntefli við Reyni í Sandgerði.

Botnbaráttan er hins vegar gríðarlega spennandi. Völsungur er komið í neðsta sæti deildarinnar eftir að hafa tapað, 2-0 fyrir Gróttu á útivelli í dag.

Á sama tíma kom Hamar sér upp úr botnsæti deildarinnar með sigrinum á Aftureldingu en er þó enn í fallsæti.

ÍH er þremur stigum fyrir ofan Völsung og tveimur fyrir ofan Hamar þegar ein umferð er eftir. ÍH er þó með lakari markatölu en bæði lið og því enn í hættu.

Reynir, Sandgerði er heldur ekki sloppið en liðið er með 22 stig, einu meira en ÍH.

Úrslit dagsins:

Reynir S. - Hvöt 4-4

Höttur - ÍR 2-2

Afturelding - Hamar 1-2

Tindastóll - Víðir 3-1

Magni - ÍH 2-4

Grótta - Völsungur 2-0

Botnbaráttan:

9. Reynir 22 stig (-12 í markatölu)

10. ÍH 21 (-19)

11. Hamar 19 (-14)

12. Völsungur 18 (-14)

Botnbaráttuleikirnir í lokaumferðinni:

ÍR - Reynir S.

ÍH - Tindastóll

Hamar - Höttur

Völsungur - Magni

Leikirnir fara fram laugardaginn 20. september klukkan 14.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×