Innlent

Völvublaðið rifið úr hillunum

Völvublað Vikunnar kom út í gær og fyrstu sölutölur benda til þess að Íslendinga þyrsti heldur betur í fréttir af framtíðinni.

Völvublaðið er jafnan mest selda blað ársins á landsvísu, og þá miðað við öll önnur blöð og tímarit landsins. Salan í ár virðist hinsvegar ætla að slá öll met. Degi eftir að blaðið fór í sölu hefur þegar selst helmingi meira af því en í fyrra, og um átta sinnum meira en selst af venjulegu tölublaði.

„Salan í fyrra var rétt undir meðallagi þegar Völvublaðið er annars vegar, enda góðærið í algleymingi og enginn hafði áhyggjur af morgundeginum. Í ár er annað upp á teningnum og þjóðin þráir að skyggnast inn í framtíðina með hjálp Völvu Vikunnar, enda fjárhagslegt öryggi einstaklinga og heimila í algeru lágmarki. „Svo hjálpar auðvitað hve sannspá Völvan reyndist vera í fyrra," segir Elín Arnar ritstjóri Vikunnar.

Völvan var óvenju glögg á það viðburðarríka ár sem framundan var þegar hún setti fram síðustu spá sína. Hún sá fyrir hrun fjármálamarkaða og að gengi krónunnar myndi taka gífurlegar sveiflur. Hún spáði því að stirt yrði milli fjármálamanna og Davíðs Oddsonar og að deilur yrðu um störf Björgvins G Sigurðarsonar viðskiptaráðherra. Þá sagði hún að umræða um Evrópusambandið yrði hávær og að Barack Obama yrði kjörinn forseti Banaríkjanna, svo eitthvað sé nefnt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×