Erlent

Aubry nýr leiðtogi sósíalista í Frakklandi

Martine Aubry.
Martine Aubry.

Martine Aubry, borgarstjóri í Lille, er nýr leiðtogi sósíalista í Frakklandi. Hún hafði betur í baráttu við Segolene Royal, fyrrverandi forsetaframbjóðanda.

Kosið var á milli þeirra í gær og lágu úrslit fyrir snemma í morgun. Mjótt var á mununum. Nærri hundrað þrjátíu og fimm þúsund félagar í Sósíalistaflokknum kusu og aðeins munaði fjörutíu og tveimur atkvæðum á Aubry og Royal.

Aubry er þekkt fyrir að vera hörð í horn að taka og er sögð hugmyndafræðingurinn að þrjátíu og fimm klukkustunda vinnuvikunni sem tekin var upp hjá hinum opinbera í Frakklandi árið 2000.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×