Erlent

Obama leggur lokahönd á tveggja ára björgunaráætlun

Barack Obama.
Barack Obama.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í morgun að hann væri að leggja lokahönd á umfangsmikla tveggja ára björgunaráætlun fyrir efnahag Bandaríkjanna. Henni verið hrundið í framkvæmd við valdaskiptin í janúar.

Obama segir aðgerða þörf án tafar til að koma í veg fyrir afar djúpa efnahagslægð. Hann ætli að leita allra leiða til að skapa tvær og hálfa milljón starfa fyrir 2011.

Obama sagðist óttast að ástand efnahagsmála versni enn frekar áður en það fari að rofa til og það þó uppsveifla hafi orðið á mörkuðum vestra í gær. Hún var rakin til orðróms um að Obama hafi valið Timothy Geithner í embætti fjármálaráðherra. Geithner er bankastjóri seðlabanka New York.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×