Fótbolti

Gungor ekki meira með Tyrkjum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Emre Gungor er meiddur á kálfa.
Emre Gungor er meiddur á kálfa.

Emre Gungor, varnarmaður tyrkneska landsliðsins, leikur ekki meira á Evrópumótinu. Hann meiddist á kálfa í hinum ótrúlega 3-2 sigri á Tékklandi.

Gungor leikur með Galatasaray í heimalandinu og er fjarvera hans áfall fyrir tyrkneska liðið sem verður án nokkurra sterkra leikmanna gegn Króatíu á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×