Enski boltinn

Owen enn meiddur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Owen fagnar marki með Newcastle.
Michael Owen fagnar marki með Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Michael Owen mun ekki spila með Newcastle gegn Sunderland í ensku úrvalsdeildinni um helgina vegna meiðsla.

Owen meiddist á nára á æfingu í síðustu viku og missti af þeim sökum af leik Newcastle gegn Manchester City á mánudaginn.

Jonas Gutierrez er hins vegar á góðri leið með að ná sér af sínum meiðslum og gæti komið við sögu í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×