Innlent

Bjartsýnn á lausn mála

Geir H. Haarde forsætisráðherra var bjartsýnn á lausn mála og ánægður með samstöðu í hópi þeirra manna sem höfðu mætt á fundi ríkisstjórnarinnar í dag þegar að hann steig út úr ráðherrabústaðnum um sexleytið til að ræða við fréttamenn.

„Það er nú ekki komin niðurstaða ennþá en við höfum átt hér marga fundi og ágæta, með aðilum vinnumarkaðarins sérstaklega, en einnig með lífeyrissjóðunum. Mér sýnist vera fullur vilji allra að koma hérna sameiginlega að málum," sagði Geir meðal annars. Hann sagði að stemningin væri þannig að sér sýndist að aðilar vinnumarkaðarins og lífeyrissjóðirnir vildu koma að málum og sýna ábyrgð.

Geir sagðist þess fullviss að það kæmi ákveðin niðurstaða í byrjun næstu viku um það sem rætt væri um þessa helgina, en hluti af vandanum væri alþjóðlegur og það þyrfti að horfast í augu við það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×