Innlent

Dæmdur fyrir að afrita nektarmyndir í leyfisleysi

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt 26 ára karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í heimildarleysi og án vitneskju konu skoðað og afritað ljómyndir af henni fáklæddri og berbrjósta úr tölvu hennar og látið annan mann fá. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í bætur vegna uppátækisins.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa sært blygðunarkennd konunnar, en hún komst að því að hann hefði afritað myndirnar í gegnum frænku sína sem hafði verið sambýliskona hins ákærða. Maðurinn viðurkenndi að hafa afritað myndirnar og sömuleiðis að hafa afhent þær kunningja sínum. Í ljósi þess að hann hafði ekki komist áður í kast við lögin þótt 30 daga skilorðsbundið fangelsi hæfileg refsing.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×