Innlent

Samfylkingin getur ekki beðið út kjörtímabilið

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar.

,,Samfylkingin getur ekki beðið út kjörtímabilið án þess að tekin verði skref í átt að Evrópusambandinu. Við höfum einfaldlega ekki tímann því hann vinnur ekki með okkur," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. ,,Framtíðarsýnin verður að vera skýr."

Ákveðið hefur verið að flýta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem halda átti í október á næsta ári, og verður hann í lok janúar. Þá hefur flokkurinn ákveðið að skipa nefnd um Evrópumál og mun hún skila af sér skýrslu sem tekin verður fyrir á fundinum.

Ágúst Ólafur segir að ákvörðun Sjálfstæðisflokksins sé jákvætt skref. ,,Auðvitað hefðum við viljað að hann tæki stærri skref á þessum tímapunkti en við fögnum þessum áfanga. Það eru fjölmargir sem vilja að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu hvort sem litið er til Alþýðusambandsins eða atvinnurekenda og það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki setið eftir."

Ágúst Ólafur vonast til þess að nefndarvinna Sjálfstæðisflokksins muni flýta fyrir breyttri stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum. Ríkisstjórnin verði að sækja um aðild að Evrópusambandinu meðal annars til þess að þjóðin komist upp úr þeim öldudal sem hún er í þessa stundina.








Tengdar fréttir

Landsfundi sjálfstæðismanna flýtt og nefnd um Evrópumál skipuð

Ákveðið hefur verið að flýta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem halda átti í október á næsta ári, og verður hann í lok janúar. Þá hefur verið ákveðið að skipa nefnd um Evrópumál. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra á blaðamannafundi í Valhöll en þar fer fram miðstjórnarfundur vegna efnahagsástandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×