Lífið

Hún er það besta í heiminum, segir Tiger Woods

Tiger Woods í faðmi fjölskyldunnar.
Tiger Woods í faðmi fjölskyldunnar.

Ekki nóg með að Tiger Woods hafi sigrað opna bandaríska meistaramótið í golfi síðastliðinn mánudag þar sem hann vann Rocco Mediate eftir bráðabana í umspili um titilinn heldur er hann að standa sig með prýði í föðurhlutverkinu.

Sam Alexis ásamt mömmu sinni.

Dóttir hans, Sam Alexis og eiginkonan Elin, létu sig ekki vanta á mótið og studdu Woods til sigurs í keppninni.

Woods lét hafa eftir sér: „Ég gæti ekki komist í gegnum erfiðar keppnir án þess að hafa dóttur mína nálægt mér. Að fylgjast með henni vaxa, ganga og nýverið að hlaupa er það besta í heiminum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.