Lífið

Íris söngkona eignaðist strák

Íris sem söng á sínum tíma með hljómsveitinni Buttercup og nýfæddur sonur hennar Ólafur Styrmir Ólafsson. Samsett mynd/Vísir.
Íris sem söng á sínum tíma með hljómsveitinni Buttercup og nýfæddur sonur hennar Ólafur Styrmir Ólafsson. Samsett mynd/Vísir.

„Já það er mikið gott að frétta af mér. Ég er núna í fæðingarorlofi," svarar Íris Kristinsdóttir söngkona þegar Vísir spyr hana frétta en hún eignaðist sitt þriðja barn í apríl, myndarlegan dreng, sem heitir Ólafur Styrmir Ólafsson.

„Stelpan mín er orðin tveggja og hálfs árs og ég er allt í einu orðin þriggja barna móðir og finnst það æðislegt."

Buttercup árið 2000.
„Mig er farið að kítla samt í raddböndin að fara að gera eitthvað og sem betur fer eru lagahöfundar að biðja mig að semja fyrir sig texta. Ég hef verið að dunda mér við að semja lög sem mig langar einhverntíman að gefa út þegar það verður minna að gera í barnastússinu sem á mig alla núna."

„Enda vil ég gera það sem ég geri af heilum hug. Röddin fer ekkert," segir Íris að lokum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.