Íslenski boltinn

KR-ingar ekki ánægðir með tilboð GAIS

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón í leik með KR.
Guðjón í leik með KR. Mynd/Stefán

Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, segir að félagið eigi enn í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS um möguleg kaup síðarnefnda félagsins á Guðjóni Baldvinssyni.

„Við erum ekki sáttir við okkar hlut í þessu tilboði og getum því ekki sagt bara já og amen við því. Viðræður eiga sér þó enn stað," sagði Rúnar.

GAIS gerði KR tilboð í Guðjón nú um helgina en hann þótti standa sig vel á sínu fyrsta tímabili með KR er hann skoraði níu mörk og var fastamaður í byrjunarliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×