Grétar Rafn: Framtíðin björt Ómar Þorgeirsson skrifar 20. ágúst 2008 06:00 Grétar Rafn Steinsson. Grétar Rafn Steinsson, leikmaður Bolton, er spenntur fyrir vináttulandsleikinn gegn Aserbaídsjan sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. „Það er mjög fínt að fá leik núna til þess að skerpa aðeins á hlutunum fyrir undankeppnina. Ég held að Aserar séu ekki með jafn hávaxið og jafn líkamlega sterkt lið og við og því verðum við að láta þá finna fyrir okkur strax í byrjun og halda keyrslunni út leikinn. Við þurfum líka að vera óhræddari við að halda boltanum meira innan liðsins og ég tel að við séum með leikmenn sem eru tæknilega nógu góðir til þess að það sé hægt." „Ég tel okkur nú vera komna með góða blöndu af ungum og tæknilega góðum leikmönnum og svo reyndari leikmönnum sem koma með grimmdina inn í þetta," segir Grétar Rafn. Grétar telur að framtíðin hjá liðinu sé björt hjá landsliðinu. „Það er mikið af ungum leikmönnum sem eru að koma inn í þetta og eru að fá reynslu bæði með félagsliðum sínum og landsliðinu. Þessir strákar þurfa bara meiri leikreynslu til þess að það komi svona meiri stöðugleiki í leikinn hjá okkur og það kemur allt. Það má því segja að framtíðin sé björt hjá liðinu," segir Grétar Rafn. Theodór Elmar Bjarnason veit ekki mikið um Aserbaídsjan en telur mikilvægt að ná góðum úrslitum gegn þeim. „Við förum núna út í alla leiki til þess að vinna þá og það á ekki að skipta neinu máli hvort það sé vináttulandsleikur eða ekki. Við náðum ekki að spila okkar leik gegn Wales á dögunum en núna er nýtt tækifæri og við þurfum að taka það til þess að byggja á fyrir undankeppnina," segir Theodór Elmar. Theodóri Elmari hlakkar sérstaklega til þess að mæta Norðmönnum og Skotum í undankeppni HM. „Riðillinn okkar í undankeppninni er mjög skemmtilegur að mínu mati og klárlega verðugt verkefni framundan. Við mætum Noreg í fyrsta leik og það er óneitanlega skemmtilegt að vera að fara að mæta þar mörgum leikmönnum sem maður spilar reglulega á móti í norsku deildinni. Það verður að sama skapi gaman að kljást við Skota þar sem nokkrir af fyrrum liðsfélögum mínum hjá Celtic verða örugglega í hópnum hjá þeim. Ég býð því sérstaklega eftir þeim leikjum," segir Theodór Elmar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira
Grétar Rafn Steinsson, leikmaður Bolton, er spenntur fyrir vináttulandsleikinn gegn Aserbaídsjan sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld. „Það er mjög fínt að fá leik núna til þess að skerpa aðeins á hlutunum fyrir undankeppnina. Ég held að Aserar séu ekki með jafn hávaxið og jafn líkamlega sterkt lið og við og því verðum við að láta þá finna fyrir okkur strax í byrjun og halda keyrslunni út leikinn. Við þurfum líka að vera óhræddari við að halda boltanum meira innan liðsins og ég tel að við séum með leikmenn sem eru tæknilega nógu góðir til þess að það sé hægt." „Ég tel okkur nú vera komna með góða blöndu af ungum og tæknilega góðum leikmönnum og svo reyndari leikmönnum sem koma með grimmdina inn í þetta," segir Grétar Rafn. Grétar telur að framtíðin hjá liðinu sé björt hjá landsliðinu. „Það er mikið af ungum leikmönnum sem eru að koma inn í þetta og eru að fá reynslu bæði með félagsliðum sínum og landsliðinu. Þessir strákar þurfa bara meiri leikreynslu til þess að það komi svona meiri stöðugleiki í leikinn hjá okkur og það kemur allt. Það má því segja að framtíðin sé björt hjá liðinu," segir Grétar Rafn. Theodór Elmar Bjarnason veit ekki mikið um Aserbaídsjan en telur mikilvægt að ná góðum úrslitum gegn þeim. „Við förum núna út í alla leiki til þess að vinna þá og það á ekki að skipta neinu máli hvort það sé vináttulandsleikur eða ekki. Við náðum ekki að spila okkar leik gegn Wales á dögunum en núna er nýtt tækifæri og við þurfum að taka það til þess að byggja á fyrir undankeppnina," segir Theodór Elmar. Theodóri Elmari hlakkar sérstaklega til þess að mæta Norðmönnum og Skotum í undankeppni HM. „Riðillinn okkar í undankeppninni er mjög skemmtilegur að mínu mati og klárlega verðugt verkefni framundan. Við mætum Noreg í fyrsta leik og það er óneitanlega skemmtilegt að vera að fara að mæta þar mörgum leikmönnum sem maður spilar reglulega á móti í norsku deildinni. Það verður að sama skapi gaman að kljást við Skota þar sem nokkrir af fyrrum liðsfélögum mínum hjá Celtic verða örugglega í hópnum hjá þeim. Ég býð því sérstaklega eftir þeim leikjum," segir Theodór Elmar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Sjá meira