Níu þúsund á barn? 5. mars 2008 16:37 Sigrún Elsa Smáradóttir. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, gagnrýnir harðlega hugmyndir um greiðslur til handa foreldrum sem eru með börn sín á biðlistum leikskóla. Ekki hefur enn verið gefið upp hve háar upphæðir verður um að ræða en Sigrún hefur reiknað út að um 9 þúsund krónur sé að ræða eftir skatta. Fjármálastjóri borgarinnar segir að ekki sé búið að forma þessar hugmyndir til fulls en bendir á að heimgreiðslur í Kópavogi séu skattfrjálsar og að mögulega verði sá háttur einnig hafður á í Reykjavík. Það eigi stjórnmálamennirnir þó eftir að ákveða. Á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi reiknaði Sigrún hver möguleg greiðsla verður. „Ef það er rétt sem borgarstjóri hefur haldið á lofti í borgarstjórn og í fjölmiðlum að 1.200 börn séu á biðlistum eftir leikskólaplássum, þá skiptast 200 milljónirnar sem verja á í heimgreiðslur árið 2009 þannig að 13.888 krónur á mánuði koma í hlut foreldra sem ekki koma börnum á leikskóla," segur Sigrún Elsa. „Þá á eftir að taka skatt af greiðslunum og því eru það innan við 9 þúsund krónur sem að endingu koma í hlut foreldra með hverju barni." Sigrún bendir á að Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri hafi sagt að gert sé ráð fyrir því að greiðslurnar skipti sköpum fyrir foreldra. „Því fer fjarri að 9 þúsund krónur á mánuði skipti sköpum fyrir þær fjölskyldur sem ekki koma börnum að á leikskólum borgarinnar og geta því ekki sinnt vinnu sinni fjölskyldum sínum til framfærslu. Það er miklu nær að ráðast í það átak í uppbyggingu leikskólamála sem þörf er á í Reykjavík." Sigrún segir einnig að það sé afturhvarf til löngu liðins tíma að ætla að borga foreldrum fyrir að vera heima. „Sagan hefur sýnt að það er oftast konan sem fær það hlutskipti að sitja eftir heima. Slíkt er einungis til þess fallið að viðhalda launamun kynjanna og öðru kynbundnu óréttlæti á vinnumarkaði." Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, segir að hugmyndin um greiðslurnar sé enn ekki fullmótuð og því ekki hægt að slá á hve miklar upphæðir verði að ræða. „Þessar svokölluðu heimgreiðslur sem eru viðhafðar í Kópavogi eru að því er best ég veit, skattfrjálsar. Það er hins vegar ekki búið að forma þetta til fulls hér í borginni,"segir Birgir en vísar að öðru leyti á fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn. Ekki náðist í Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira
Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, gagnrýnir harðlega hugmyndir um greiðslur til handa foreldrum sem eru með börn sín á biðlistum leikskóla. Ekki hefur enn verið gefið upp hve háar upphæðir verður um að ræða en Sigrún hefur reiknað út að um 9 þúsund krónur sé að ræða eftir skatta. Fjármálastjóri borgarinnar segir að ekki sé búið að forma þessar hugmyndir til fulls en bendir á að heimgreiðslur í Kópavogi séu skattfrjálsar og að mögulega verði sá háttur einnig hafður á í Reykjavík. Það eigi stjórnmálamennirnir þó eftir að ákveða. Á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi reiknaði Sigrún hver möguleg greiðsla verður. „Ef það er rétt sem borgarstjóri hefur haldið á lofti í borgarstjórn og í fjölmiðlum að 1.200 börn séu á biðlistum eftir leikskólaplássum, þá skiptast 200 milljónirnar sem verja á í heimgreiðslur árið 2009 þannig að 13.888 krónur á mánuði koma í hlut foreldra sem ekki koma börnum á leikskóla," segur Sigrún Elsa. „Þá á eftir að taka skatt af greiðslunum og því eru það innan við 9 þúsund krónur sem að endingu koma í hlut foreldra með hverju barni." Sigrún bendir á að Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri hafi sagt að gert sé ráð fyrir því að greiðslurnar skipti sköpum fyrir foreldra. „Því fer fjarri að 9 þúsund krónur á mánuði skipti sköpum fyrir þær fjölskyldur sem ekki koma börnum að á leikskólum borgarinnar og geta því ekki sinnt vinnu sinni fjölskyldum sínum til framfærslu. Það er miklu nær að ráðast í það átak í uppbyggingu leikskólamála sem þörf er á í Reykjavík." Sigrún segir einnig að það sé afturhvarf til löngu liðins tíma að ætla að borga foreldrum fyrir að vera heima. „Sagan hefur sýnt að það er oftast konan sem fær það hlutskipti að sitja eftir heima. Slíkt er einungis til þess fallið að viðhalda launamun kynjanna og öðru kynbundnu óréttlæti á vinnumarkaði." Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, segir að hugmyndin um greiðslurnar sé enn ekki fullmótuð og því ekki hægt að slá á hve miklar upphæðir verði að ræða. „Þessar svokölluðu heimgreiðslur sem eru viðhafðar í Kópavogi eru að því er best ég veit, skattfrjálsar. Það er hins vegar ekki búið að forma þetta til fulls hér í borginni,"segir Birgir en vísar að öðru leyti á fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn. Ekki náðist í Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Sjá meira