Redknapp til Tottenham í stað Ramos Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2008 10:36 Redknapp er hér með Tony Adams, aðstoðarmanni sínum hjá Portsmouth. Hann sagði ljóst að Adams myndi ekki fylgja sér til Tottenham enda mikill Arsenal-maður. Nordic Photos / Getty Images Juande Ramos var í gærkvöldi rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Tottenham og skömmu síðar var Harry Redknapp ráðinn í stöðuna. Hann hættir því hjá Portsmouth. Forráðamenn Tottenham ákváðu einnig að víkja þeim Damien Comolli, yfirmanni íþróttamála, auk þjálfaranna Gus Poyet og Marcos Alvarez. Eftir því sem Redknapp segir fær Portsmouth um fimm milljónir punda fyrir að leysa sig undan samningi sínum við félagið. „Þetta er frábært tækifæri til að stýra stórum klúbbi áður en ég hætti þjálfun," sagði Redknapp sem er 61 árs gamall. Tottenham hefur gengið skelfilega það sem af er tímabilinu og aðeins fengið tvö stig úr fyrstu átta leikjunum. Liðið tapaði einnig fyrir Udinese í UEFA-bikarkeppninni í vikunni. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, sendi frá sér yfirlýsingu um málið í morgun. „Ég hef þurft að taka nokkrar mjög erfiðar ákvarðanir. Það var ekki auðvelt að segja knattspyrnustjóranum og aðstoðarmönnum þeirra upp störfum." „Hins vegar komust ég og stjórnin að þessari niðurstöðu þar sem liðið hefur aðeins unnið þrjá deildarleiki síðan við unnum deildarbikarkeppnina í febrúar og auk þess byrjað skelfilega í deildinni í haust." Levy boðaði breytta tíma í stjórn liðsins og sagði ljóst að kunnátta Redknapp á leikmannamarkaðnum kæmi félaginu að góðum notum þegar félagaskiptaglugginn opnar um næstu áramót. „Stjórnarformaðurinn veit vel að við þurfum að bæta okkur á nokkrum sviðum og er ég að skoða þá möguleika sem okkur standa til boða," sagði Redknapp. „Hins vegar er aðalatriðið að fá það mesta sem við getum úr þeim leikmönnum sem eru fyrir hjá félaginu. Þeir eru nokkrir góðir sem hafa ekki staðið sig eins vel og þeir geta." „Ef þeir spila eins og þeir eiga að sér þá hef ég engar áhyggjur." Redknapp sagði einnig að það hefði verið erfitt að fara frá Portsmouth en að Tottenham hafi gert félaginu sem hefði verið erfitt að hafna. „Félagið gat ekki selt neinn leikmann í félagaskiptaglugganum þannig að það ákvað að selja knattspyrnustjórann," sagði Redknapp. Miklar breytingar hafa verið gerðar á leikmannahópi Tottenham á þessu ári. Robbie Keane, Dimitar Berbatov og Jermain Defoe voru allir seldir og þá keypti Ramos leikmenn fyrir um 60 milljónir punda í sumar. Þeirra á meðal eru Luka Modric, David Bentley, Roman Pavlyuchenko og Heurelho Gomes. Hermann Hreiðarsson er á mála hjá Portsmouth. Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Juande Ramos var í gærkvöldi rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Tottenham og skömmu síðar var Harry Redknapp ráðinn í stöðuna. Hann hættir því hjá Portsmouth. Forráðamenn Tottenham ákváðu einnig að víkja þeim Damien Comolli, yfirmanni íþróttamála, auk þjálfaranna Gus Poyet og Marcos Alvarez. Eftir því sem Redknapp segir fær Portsmouth um fimm milljónir punda fyrir að leysa sig undan samningi sínum við félagið. „Þetta er frábært tækifæri til að stýra stórum klúbbi áður en ég hætti þjálfun," sagði Redknapp sem er 61 árs gamall. Tottenham hefur gengið skelfilega það sem af er tímabilinu og aðeins fengið tvö stig úr fyrstu átta leikjunum. Liðið tapaði einnig fyrir Udinese í UEFA-bikarkeppninni í vikunni. Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, sendi frá sér yfirlýsingu um málið í morgun. „Ég hef þurft að taka nokkrar mjög erfiðar ákvarðanir. Það var ekki auðvelt að segja knattspyrnustjóranum og aðstoðarmönnum þeirra upp störfum." „Hins vegar komust ég og stjórnin að þessari niðurstöðu þar sem liðið hefur aðeins unnið þrjá deildarleiki síðan við unnum deildarbikarkeppnina í febrúar og auk þess byrjað skelfilega í deildinni í haust." Levy boðaði breytta tíma í stjórn liðsins og sagði ljóst að kunnátta Redknapp á leikmannamarkaðnum kæmi félaginu að góðum notum þegar félagaskiptaglugginn opnar um næstu áramót. „Stjórnarformaðurinn veit vel að við þurfum að bæta okkur á nokkrum sviðum og er ég að skoða þá möguleika sem okkur standa til boða," sagði Redknapp. „Hins vegar er aðalatriðið að fá það mesta sem við getum úr þeim leikmönnum sem eru fyrir hjá félaginu. Þeir eru nokkrir góðir sem hafa ekki staðið sig eins vel og þeir geta." „Ef þeir spila eins og þeir eiga að sér þá hef ég engar áhyggjur." Redknapp sagði einnig að það hefði verið erfitt að fara frá Portsmouth en að Tottenham hafi gert félaginu sem hefði verið erfitt að hafna. „Félagið gat ekki selt neinn leikmann í félagaskiptaglugganum þannig að það ákvað að selja knattspyrnustjórann," sagði Redknapp. Miklar breytingar hafa verið gerðar á leikmannahópi Tottenham á þessu ári. Robbie Keane, Dimitar Berbatov og Jermain Defoe voru allir seldir og þá keypti Ramos leikmenn fyrir um 60 milljónir punda í sumar. Þeirra á meðal eru Luka Modric, David Bentley, Roman Pavlyuchenko og Heurelho Gomes. Hermann Hreiðarsson er á mála hjá Portsmouth.
Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira