Lífið

Paul Newman „hefur það fínt“

Leikarinn Paul Newman hefur loks tjáð sig um meint veikindi sín. Næstum því.

„Newman segir að hann hafi það fínt," sagði talsmaður Newmans við fréttastofu Reuters í gær. Orðrómur um að leikarinn þjáist af krabbameini í lungum hefur verið þrálátur unfanfarið. Meira að segja hafa verið birtar fréttir um það að hann sé látinn, en þær reyndust samkvæmt þessu örlítið ýktar.

Frekari upplýsingar um ástand leikarans fengust þó ekki frá talsmanninum. „Hann hefur það mjög fínt. Þetta er það sem ég vildi segja, og þetta er það sem ég veit. Ég talaði við skrifstofu hans í Connecticut í gær, og þessi yfirlýsing kemur beint frá honum."

Sagan sagði að Newman gengist undir meðferð við lungnakrabbameininu á Memorial Sloan-Kettering sjúkrahúsinu á Manhattan, en talsmenn þess vilja ekki kannast við það.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.