Lífið

Harry prins er yfir sig ástfanginn

Harry með sinni heittelskuðu.
Harry með sinni heittelskuðu.

Harry Bretaprins er hæstánægður með sinni heittelskuðu Chelsy Davy. Prinsinn kallar Chelsy frúnna og segist vilja eignast með henni sex börn og sveitasetur. Og Chelsy spilar með og kallar prinsinn bóndann.

Vinir þeirra segja þó að þau hafi engin áform um að gifta sig - enn um sinn. Glöggir menn segjast þó sjá að þau séu nánari nú en nokkru sinni fyrr. „Hann hefur verið að kalla Chesly alls kyns krúttlegum ástarnöfnum og hún svífur um á bleiku skýi. Henni finnst hann bráðfyndinn og það er einmitt stærsta ástæðan fyrir því að hún féll fyrir honum," sagði vinur þeirra.

Harry bauð Chelsy í Afríkureisu eftir að hann kom frá Afganistan og hafa þau skemmt sér konunglega saman, að sögn kunnugra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.