Lífið

Meistaraverk Bítlanna flutt í dag

Meistaraverk Bítlanna, hljómplatan Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band, verður flutt í heild sinni í Háskólabíói á tvennum tónleikum í dag kl. 17 og 21.

Auk laganna af Sgt. Pepper's verða mörg af vinsælustu lögum Bítlanna flutt, en þau hafa verið sérstaklega útsett af þessu tilefni. Alls verða 30 nýjar útsetningar á Bítlalögum frumfluttar á tónleikunum.

 

Fram koma söngvararnir KK, Daníel Ágúst Haraldsson, Stefán Hilmarsson, Björgvin Halldórsson, Sigurjón Brink, Eyjólfur Kristjánsson og 10 manna rokksveit Jóns Ólafssonar ásamt 40 hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveitinni.

 

Rokksveitina skipa Jón Ólafsson píanó, Guðmundur Pétursson gítar, Stefán Már Magnússon gítar, Pétur Örn Guðmundsson orgel, Haraldur Vignir Sveinbjörnsson hljómborð, Róbert Þórhallsson bassi, Ólafur Hólm ásláttur og Jóhann Hjörleifsson trommur. Auk þeirra koma fram Júlíus Guðmundsson á sítar og Steingrímur Guðmundsson sem leikur á tabla-trommur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.