Lífið

Obama og Hillary skyld Brangelinu

Eitt stærsta ættfræðifélag Bandaríkjanna, The New England Historic Genealogical Society, hefur fundið óvænta tengingu á milli Barack Obama og Hillary Clinton. Gegnum Brangelinu.

Samkvæmt rannsóknum ættfræðifélagsins eru Obama og Brad Pitt skyldir í níunda ættlið, en Hillary er skyld Angelinu Jolie, einnig í níunda ættlið. Þau gætu því orðið fróðleg ættarmótin í fjölskyldunni.

Það sem gæti hinsvegar valdið minni gleði á téðum mótum eru tengsl Obama og Bush núverandi Bandaríkjaforseta, en þeir eru tengdir í tíunda ættlið. Obama er skyldur fimm öðrum fyrrverandi Bandaríkjaforsetum, þeirra á meðal Harry S. Truman og Gerald Ford.

Pólitískir þungavigtarmenn voru ekki á meðal þekktra ættingja Clinton. Ættfræðifélagið fann þó tengsl við söngkonurnar Madonnu, Celine Dion og Alanis Morisette, en móðir Hillary er af fransk-kanadísku ætterni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.