Fótbolti

Byrjunarlið Íslands gegn Slóvakíu

Ólafur Jóhannesson landliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Slóvakíu í vináttulandsleik ytra í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 18:50.

Íslenska liðið spilar leikkerfið 4-5-1 og verður Eiður Smári Guðjohnsen einn í fremstu víglínu og þá Theodór Elmar Bjarnason og Emil Hallfreðsson á vængjunum.

Markvörður: Kjartan Sturluson

Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson

Vinstri bakvörður: Bjarni Ólafur Eiríksson

Miðverðir: Ragnar Sigurðsson og Kristján Örn Sigurðsson, fyrirliði

Tengiliðir: Aron Einar Gunnarsson, Stefán Gíslason og Ólafur Ingi Skúlason

Hægri kantur: Theodór Elmar Bjarnason

Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson

Framherji: Eiður Smári Guðjohnsen

Varamenn: Stefán Logi Magnússon, Atli Sveinn Þórarinsson, Jónas Guðni Sævarsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Bjarni Þór Viðarsson, Tryggvi Guðmundsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Veigar Páll Gunnarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×