Enski boltinn

Leikmenn Tottenham styðja Ramos

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jonathan Woodgate, leikmaður Tottenham.
Jonathan Woodgate, leikmaður Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Jonathan Woodgate, leikmaður hjá Tottenham, segir að leikmenn standi heilshugar að baki Juande Ramos, knattspyrnustjóra liðsins.

Tottenham hefur tapað sex af átta leikjum sínum til þessa á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni og er á botni deildarinnar með tvö stig. Í gær tapaði svo Tottenham fyrir Stoke, 2-1.

„Við stöndum þétt að baki stjórans sama hvað. Ábyrgðin hvílir á okkur leikmönnum," sagði Woodgate. „Okkur líður skelfilega en við verðum að reisa okkur við og koma okkur úr þeirri klípu sem við komum okkur sjálfir í."

„Ramos er enn stjóri liðsins og verður vonandi áfram. Við höfum spilað ágætlega á köflum en ekki klárað dæmið. Við erum á botni deildarinnar og það er alls ekki góð tilfinning."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×